Í gær fór ég í langferðalag. Eina klukkustund tók það. Fór með Rúnu til Amsterdam. Mér hafði verið sagt frá pakka sem ég ætti, sem Atli vinur Ragnhildar tók að sér að flytja inn í landið. Kíktum í búðir fyrst, ætlaði bara að hitta Atla seinnipartinn. Svo hitti ég hann bara á göngugötunni fyrir tilviljun. Lítið land. Fór svo seinnipartinn að hitta hann. Fékk þennan fína Bónus poka fullan af harðfisk, nammi og ullarsokkum. Og bréf frá mömmu og bréf frá Ragnhildi. Takk fyrir mig!

Rúna í lestinni, að horfa á kusurnar.

Atli, Una og brotabrot af namminu góða.
Fór svo heim til Delft, var boðin í mat hér í húsinu. Shuyan frá Hong Kong hafði tekið sig til og eldað kínverksan mat, svo kom fullt af fólki og flestir með eitthvað til að borða líka. Þarna var dim sum, kjúklingur í súrsætri, kartöflur með grænu karrýi, og margt fleira sem ég kann ekki að nefna. Ég kom svolítið seint, en kom með harðfisk og nammi beint úr flugi frá Íslandi. Við vorum þarna 10 manns, 3 frá Evrópu og rest frá Asíu. Allir gátu borðað harðfiskinn, en það er greinilegt að lakkrís er eitthvað Evrópskt dæmi. Skar niður Draum og Tromp, lakkrís í báðum. Asíubúunum fannst súkkulaðið gott en spíttu svo út úr sér lakkrísnum!! Jaðrar við helgispjöll. En svo var líka í boði Mooncake, sem er kínversk kaka, að hluta til úr lótus plöntunni skilst mér. Hún var fín. Kannski ekki nógu sæt fyrir minn smekk.
Svo kíktum við Ren til Rotterdam þar sem vitað var að hluti bekkjarfélaga væru að skemmta sér. Fundum þau í góðu stuði á dansgólfi á Rotown. Dj-inn var kannski ekki sá alltra besti, en það var alveg hægt að dansa. Svona yfirleitt. Nema þegar það kom pan-flautu útgáfa af Nirvana laginu Smells like teen spirit.
Þessum stað lokaði kl. 3. Þá var farið á stúfana að leita að nýjum stað. Fundum einn pöbb rétt hjá. Hjá okkur settist hollensk stelpa sem fór að útbýta appelsínum. (já Ragnhildur, það var svona izzard-atriði, með tilheyrandi hlátrarsköllum frá mér). Hendrik hinn þýski spurði hana: " do you always travel with your fruit with you?" Hún svaraði: "yes, I'm a rich bitch!" Greinilegt hverjir eru ríkir í hennar huga. Þeir sem ferðast með ávexti. Ekki svo vitlaus skilgreining.

Appelsínubörkur í appelsínu-bjórglasi.

Ren og Linda að tala um eitthvað merkilegt.

Við Sandra frá Þýskalandi ekki að tala um neitt merkilegt.

og að lokum appelsínu-konan, sem fór að rúlla sér jónu, mjög fagmannlega gert hjá henni.
Hér er svo áríðandi tilkynning. Sylvía Oddný Einarsdóttir stór-vinkona á afmæli í dag 1. október. Þrítug stelpan, ég meina konan. Unglambið ég ennþá BARA 29 ára. En ekki lengi, onei. Til hamingju með daginn elsku vinkona! Ástar- og saknaðarkveðjur.