
Þetta er Bouwkunde byggingin, þ.e. arkitektúrdeildin með 3000 nema af 13000 skólans alls.

Og þetta er framan við bygginguna, síki sem umkringir hana. Sérlega gaman að sitja í matsalnum við gluggann og horfa út á vatnið og endurnar... svo eru skemmtileg útirými sem teygja sig yfir vatnið.

og stúdínan á "nýja" reiðfáknum.

og þessi mynd er tekin af 21. hæð rafmagnsverkfræðideildarinnar. Þarna horfi ég norður eftir borginni, og þarna sér maður í raun alla leið til Haag. En myndgæðin ekki upp á marga fiska, svona í gegnum glerið. Já, afar snögg lyfta sem Íslendingafélagið var búið að fræða mig um. 24 sek. samkvæmt Seikó!

Íslendingafélagið títtnefnda frá vinstri talið: Árni, Rúna og Pétur. Á lyftubrú hér í borg. Fólk að veiða þarna við hliðina á okkur, trúlega væri óskafengurinn reiðhjól frekar en fiskur...

og síðast en ekki síst pastað seintsjóðandi, inni í eldhúskróknum mínum. Í litlum bæ við litla tjörn býr stór stelpa með lítið glas og lítinn disk og litla skeið...