Jæja, kassarnir komnir loksins. Búin að vera að raða hlutunum mínum í kringum mig í kvöld. Fjölskyldumyndir komnar upp á vegg. Nú þarf ég bara að parketleggja, og þetta er fullkomið.
Komin í lopapeysuna. Aðeins farið að kólna hér, og rigningin lætur ekki bíða eftir sér. Sérlega gaman að koma holdvot í skólann. Ekki æskilegt að fara úr blautum gallabuxum og skella þeim á ofninn, ó nei. Þarf að fjárfesta í svona plastslá, eins og innfæddir virðast duglegir að nota. Já, svo þarf maður auðvitað regnhlíf, held ég hafi aldrei átt svoleiðis... Þeir eru snillingar í að hjóla og halda á regnhlíf í leiðinni. Held ég bjóði ekki í svoleiðis kúnstir. Við það myndi ég bætast í sístækkandi hóp þeirra erlendu mastersnema sem detta af hjólinu sínu og slasa sig.