Haustið komið?


E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Jæja, kassarnir komnir loksins. Búin að vera að raða hlutunum mínum í kringum mig í kvöld. Fjölskyldumyndir komnar upp á vegg. Nú þarf ég bara að parketleggja, og þetta er fullkomið.
Komin í lopapeysuna. Aðeins farið að kólna hér, og rigningin lætur ekki bíða eftir sér. Sérlega gaman að koma holdvot í skólann. Ekki æskilegt að fara úr blautum gallabuxum og skella þeim á ofninn, ó nei. Þarf að fjárfesta í svona plastslá, eins og innfæddir virðast duglegir að nota. Já, svo þarf maður auðvitað regnhlíf, held ég hafi aldrei átt svoleiðis... Þeir eru snillingar í að hjóla og halda á regnhlíf í leiðinni. Held ég bjóði ekki í svoleiðis kúnstir. Við það myndi ég bætast í sístækkandi hóp þeirra erlendu mastersnema sem detta af hjólinu sínu og slasa sig.

|

Hlekkir