Norrænt hlaðborð og suðræn stemning


E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Hangikjet
flatbrauð
harðfiskur
íslenskt smjör
sviðakjammar
sviðasulta
blóðmör
lifrarpylsa
rúgbrauð
malt og appelsín
hákarl
brennivín

var það sem við Íslendingarnir buðum upp á í norrænu partýi á laugardagskvöldið. Fylltum ferðatöskur af mat, þegar haldið var til Hollands eftir jólafrí heima.

Þar voru líka Sören frá Danmörku, hann bauð upp á dýrindis fiskrétt, kjöt og ákavíti, Sandra hin sænska bauð upp á sænskar kjötbollur og rauðkál, hreindýr og elg. Caroline hin norska bauð upp á síld og fleira.

veisluborðið og Sören að skenkja ákavítið

Æðislegt kvöld frá A til Ö. Borðað, dansað, sungið, drukkið. Partýið var haldið uppi í risi í gömlu húsi í miðbænum. Hrátt að innan, pípur og gólffjalir, enginn hafði áhyggjur af að hella niður. Maturinn á borðum sem búin voru til úr gömlum hurðum. Kerti út um allt, því ekkert var rafmagnið þarna uppi. Allir skemmtu sér konunglega. Flestið smökkuðu hákarl og brennivín. Kom mér reyndar á óvart hvað allir voru óhræddir að smakka. Flestum fannst hákarlinn vondur en brennivínið skolaði þessu niður öllusaman.

Rúna var alveg æst í sviðakjammana.

Held þetta hljóti að hafa verið skemmtilegasta þorrablót sem ég hef farið í. Íslenski fáninn á staðnum, Sálin hans Jóns míns, íslenski þjóðsöngurinn, svo sá danski. Þjóðarstoltið í botni. Áfram Ísland!

og það var dansað


Íslendingafélagið Rúna, Pétur og Árni

Fleiri myndir úr partýinu eru í myndaalbúminu sem má finna í tenglasafninu hér hægra megin.

|

Hlekkir