Norrænt hlaðborð og suðræn stemning
Published mánudagur, janúar 16 by Una | E-mail this post
Hangikjet
flatbrauð
harðfiskur
íslenskt smjör
sviðakjammar
sviðasulta
blóðmör
lifrarpylsa
rúgbrauð
malt og appelsín
hákarl
brennivín
var það sem við Íslendingarnir buðum upp á í norrænu partýi á laugardagskvöldið. Fylltum ferðatöskur af mat, þegar haldið var til Hollands eftir jólafrí heima.
Þar voru líka Sören frá Danmörku, hann bauð upp á dýrindis fiskrétt, kjöt og ákavíti, Sandra hin sænska bauð upp á sænskar kjötbollur og rauðkál, hreindýr og elg. Caroline hin norska bauð upp á síld og fleira.

veisluborðið og Sören að skenkja ákavítið
Æðislegt kvöld frá A til Ö. Borðað, dansað, sungið, drukkið. Partýið var haldið uppi í risi í gömlu húsi í miðbænum. Hrátt að innan, pípur og gólffjalir, enginn hafði áhyggjur af að hella niður. Maturinn á borðum sem búin voru til úr gömlum hurðum. Kerti út um allt, því ekkert var rafmagnið þarna uppi. Allir skemmtu sér konunglega. Flestið smökkuðu hákarl og brennivín. Kom mér reyndar á óvart hvað allir voru óhræddir að smakka. Flestum fannst hákarlinn vondur en brennivínið skolaði þessu niður öllusaman.

Rúna var alveg æst í sviðakjammana.
Held þetta hljóti að hafa verið skemmtilegasta þorrablót sem ég hef farið í. Íslenski fáninn á staðnum, Sálin hans Jóns míns, íslenski þjóðsöngurinn, svo sá danski. Þjóðarstoltið í botni. Áfram Ísland!

og það var dansað

Íslendingafélagið Rúna, Pétur og Árni
Fleiri myndir úr partýinu eru í myndaalbúminu sem má finna í tenglasafninu hér hægra megin.