Komin aftur "heim"


E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Gleðilegt nýtt ár lesendur góðir! Lesendur sem mér skilst, eftir að hafa hitt marga ykkar, að séu miklu fleiri en ég hélt. Stóð alltaf í þeirri trú að það nennti enginn að lesa þetta raus. Gaman að því.



Komin aftur heim til Hollands eftir að hafa verið heima á Íslandi í æðislegu jólafríi. Matur, bækur, svefn, spil, leikhús, bíó, partý, fjölskylda og vinir. Hefði ekki getað verið betra. Takk fyrir mig! Þó alveg ágætt að koma aftur. Rútína, vinna og vinir biðu mín hér, og það er líka gaman. Komin á fullt í verkefnið. Við Linda, teymið, að vinna að gróðurhúsagerð með afþreyingarívafi.

Hér er leiðindaveður, mjög íslenskt. Rok og rigning, ansi kalt. Fór að pæla í því áðan hvernig maður upplifir veður, þegar maður er innandyra. Kíkir út um gluggann, sér hvort trén bærist, vatnið gárist, fólk stígi í vindinn. Aðrir hlutir eru svo fastir og niðurnjörvaðir. Við nefnilega límdum upp helling af a4 blöðum í morgun. Settum þau á gluggann minn. Fyrir neðan gluggann er ofn sem hitar á fullu. Blöðin lyftast svo frá glugganum vegna hitans sem rís, taktfast, og það kemur mjög skemmtilegur effekt. Rosalega einfalt, en allt í einu er komið veður/hita mælir inn í herbergið og það er allt á hreyfingu. Mér finnst að það ættu að vera fleiri hlutir utandyra sem hreyfast eftir veðri. Flaksast um. Sjónræn merki um hreyfingu lofts. Ég sé fyrir mér hús með áferð sem hreyfist. Þunnir kaðlar sem þekja hús að utan sem bærast í vindinum og það er eins og húsið sé loðið og hár þess bærist. Á Íslandi væri þetta hús á eilífri hreyfingu.

|

Hlekkir