Ferðasagan


E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Hér kemur löööng ferðasaga. Vek athygli á nýjum myndum.

1. feb

Eftir tveggja tíma svefn fór ég með ritgerðina upp í skóla, prentaði og skilaði. Á meðan bjó Ren til samlokur fyrir ferðina og Hendrik fór til Rotterdam að ná í bílaleigubílinn. Fengum þennan fína fína bíl, Opel Zaphira, svartan og gljándi beint úr kassanum. Lögðum af stað kl. 14, sátt eftir margra daga erfiða törn. Stefnan tekin á Köln í Þýskalandi. Þoka, kalt, lítið útsýni.






Köln: komum um kvöldmatarleyti, vorum búin að fá inni hjá Stephan æskuvini Hendriks. Stephan er hinn hressasti gaur, sem hefur áhuga á gömlum hlutum og skrýtnum, íbúðin eins og dótabúð. Hann er með sitt eigið fyrirtæki sem sérhæfir sig í að selja og miðla dóti, eins og bíósætum sem hann kaupir í massavís og gerir upp, hann kaupir notaða flugvéla-framreiðslu-vagna, gerir þá upp og ætlar að selja sem heimabari og hirslur.

Fundum loksins götuna hans, fórum á ítalskan pizzustað, og á skemmtilegt pöbbarölt. Barir í Köln eru flottir, og andrúmsloftið mjög skemmtilegt. Skriðum heim klukkan 3 eftir nokkra bjóra og sambúkka skot.




2. feb
Skoðuðum Köln, fórum með tram niður í bæ, fórum í Dómkirkjuna, sem ég man eftir að hafa séð þegar ég var 9 ára. Alveg jafn mikilfengleg núna og þá. Fórum svo á Ludwig-listasafnið sem er bak við kirkjuna og eyddum þar hátt í 3 tímum. Popp-listin stóð upp úr.
Subway að borða, sáum Peter Zumthor byggingu rísa, röltum um. Mjög kalt í Köln, mínus 5 og rakt. Fórum heim til Stephans, pökkuðum okkur niður og vorum lögð af stað út úr bænum um 5 leytið. Stefnan tekin á Speyer, þar sem foreldrar Hendriks búa. Stoppuðum á leiðinni í smábænum Krefeld, þar sem við sáum tvær Mies van der Rohe byggingar, upprunalega byggðar sem íbúðarhús, hlið við hlið, eru eru núna safn.
Komin á þýskar hraðbrautir og hraðinn aukinn, líka þar sem mamma Hendriks beið okkar með heitan mat :)

Komum til Speyer, byrjuðum á að heilsa upp á pabba Henriks sem býr í smábæ við hliðina á Speyer, fórum svo til mömmu hans og borðuðum góðan mat, hittum annan æskuvin Hendriks og spjölluðum. Ren var að koma þarna í annað skipti þar sem hann eyddi jólunum þarna ásamt Hendrik. Hann var stoltur þegar hann gat sagt til vegar í Þýskalandi. Kominn alla leið frá Malaysíu.


Ætlunin að vakna snemma og ná arkitektúr-leiðsögn um Vitra hönnunarsafnið í Weil am Rhein.

3.feb
Komin í Vitra hönnunarsafnið kl. 12, eftir 2 tíma akstur frá Speyer. Komumst þá að því að safnið var að stórum hluta lokað þennan dag, hefðum ekki getað farið inn í Zaha Hadid slökkvistöðina, né Tadao Ando ráðstefnuhúsið. Ákváðum því að breyta um stefnu og skella okkur beint til Frakklands og sjá kirkjuna hans le Corbusier í Ronchamp. Komum þangað kl. 15. Búin að vera þoka alla leiðina og takmarkað útsýni, en um leið og við ókum inn í bæinn og upp hæðina þar sem kirkjan stendur braust sólin út og við eyddum einum og hálfum tíma í kirkjunni sem nýtur sín best þegar sólarljósið flæðir inn um litríka og djúpa gluggana. Þetta var hápunktur ferðarinnar, kirkjan er stórfengleg og umhverfið magnað. Maður situr inni í kirkjunni, og fer á einhvern annan stað andlega. Þetta er ekki bara bygging sem hefur verið formuð á ótrúlegan hátt í fallegu landslagi, það virðist vera eitthvað yfirnáttúrlegt á sveimi þarna. Núna langar mig að koma þarna og vera viðstödd messu, og heyra kóroinn syngja af svölunum, bæði innandyra og utan. Að sjálfsögðu mætti einnig segja að tilhlökkunin við að koma þarna væri búin að mynda þessa skoðun á byggingunni fyrirfram og magna upp upplifunina.


Fórum frá Ronchamp í vímu eftir upplifunina, og ókum sem leið lá til Basel í Sviss, í gegnum ótal litla smábæi og dulúðleg trjágöng í þoku og kulda. Landamærin voru lítið mál, eitthvað höfðum við haft áhyggjur að Ren fengi ekki inngöngu, en hollenska landvistarleyfið hans reddaði þessu. Fundum hostelið okkar eftir dágóða leit, komið myrkur, klukkan að verða átta. Tékkuðum okkur inn og fórum beint niður í bæ, fengum okkur kebab, kíktum á barina, fórum í litlu-Basel sem er handan við ánna Rín. (Rín er áin sem við ókum eftir nánast alla leiðina, og fórum yfir ótrúlega oft. Vildi núna að ég hefði talið skiptin) Þegar við vorum orðin mett af bjórum og búin að sálgreina hvert annað, ákváðum við að koma okkur heim í svefn. Sporvagnar voru þá hættir að ganga, og strákarnir tóku það ekki í mál að taka leigubíl (eins og ég hafði stungið uppá). Því röltum við af stað og klukkutíma seinna vorum við komin upp á herbergi. Villtumst á leiðinni, ætluðum aldrei að finna réttu leiðina. Upp kom keppnisskap í strákunum og ég leyfði þeim að útkljá þetta, verandi sjálf gersamlega áttavillt þarna. Þeir fundu þó að lokum rétta leið og það var þreytt fólk sem skreið upp í rúm það kvöld. Við vorum í herbergi með rúmum fyrir 3. Eitt einbreitt rúm og eitt tvíbreitt. Herramennirnir sem þeir eru leyfðu mér að fá einbreiða rúmið og þeir deildu rúmi þessa nótt og næstu. Þeir eru orðnir nánir vinir. "Honey will you turn out the light" var það síðasta sem ég heyrði þessa nótt.

4. feb

Eyddum öllum deginum í Basel, ákváðum að eiga einn dag án nokkurs aksturs. Vöknuðum frekar seint, fórum í bæinn og fengum okkur kaffi og kruðerí. Tókum svo arkitektúr-skoðunarferð um Basel. Fórum í Beyeler-safnið eftir Renzo Piano. Byggingin er kyrrlát og fellur vel inn í umhverfið, og safnið sjálft var stórfenglegt, þ.e. listaverkin. Því næst fórum við að byggingu eftir Herzog & de Meuron sem hýsir Stellwerk, eitthvað tengt merkingum á lestum. Hún stendur við lestarteina og brú.
Þetta er örugglega sú bygging sem mér þótti tilkomumest fyrir utan Ronchamp. Fengum því miður ekki að fara inn í hana, en að utan er hún sérstaklega spennandi, bæði í formi og efni. Koparrenningar sem hylja hana en svo eru þeir sveigðir til að hleypa inn birtu um gluggafasöðu sem er innan við koparinn. Svo sáum við aðra eftir H&dM sem er safn og við vorum ekki svo hrifin af henni.
Fórum heim, fengum okkur kríu eftir labb dagsins. Fórum svo og fengum okkur ekta svissneskt osta fondue. Rosa gott en frekar einhæft. Brauð og bræddur ostur. Kíktum á tvo bari og fórum snemma heim því förinni var heitir í Vitra safnið á sunnudagsmorgninum.

5. feb
Tékkuðum okkur út af hostelinu um ellefuleytið og ókum til Vitra safnsins sem er í 10 mínútna fjarlægð frá Basel, en er í Þýskalandi, í borginni Weil am Rhein. Þar fórum við í leiðsögn um safnið, en myndirnar tala sínu máli. Tengillinn á þær er hér hægra megin. Mögnuð ferð. Hlakka til að fara í þá næstu.

|

Hlekkir