Fjórða sætið


E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Í gær var mæðradagurinn.

Ég tapaði í keppninni besta barn móður minnar, því ég hafði ekki hugmynd um að dagurinn væri í gær. Elskuleg yngri systir mín minnti mig á það. Ég sagðist ekki hafa íslenskt dagatal. Þá minnti hún mig á að það væri líka mæðradagurinn í Hollandi. Ég sagðist ekki eiga hollenskt dagatal. Ég fór þó út í búð í dag, tók ekki eftir neinu athugaverðu. Fullt af blómvöndum til sölu, en það er alltaf þannig. Engin breyting þar á.

Ég hringdi þó í móður mína, eftir miðnætti að hollenskum tíma reyndar, en það var ennþá klukkutími í miðnætti á Íslandi. Slapp fyrir horn. Hún sagði mér að eldri systir mín hefði hringt deginum áður, yngri systir mín hefði komið snemma með blómvönd og heimtað viðurkenningu á hvað hún væri góð dóttir, svo hefði bróðir minn komið með blómvönd einnig. Hún virtist þó alveg fyrirgefa mér seinaganginn og minnis- og dagatalsleysið. Spurði hvernig ég færi að því að þekkja dagana hérna úti. Vildi að Windows stýrikerfið kæmi með fullkomnu dagatali með íslenskum hátíðadögum inná. Svona eins og dagatöl eiga að vera.

Ég er versta barn móður minnar. Hringdi ekki einu sinni í stjúpmóður mína. Ég er ekki að standa mig. Er í fjórða sæti af fjórum mögulegum. Svei.

Til hamingju með gærdaginn mæður.

p.s. telst maður ekki mamma ef maður á kisu, þótt hún sé í fóstri í 2036 kílómetra fjarlægð (samkvæmt Google Earth)?? Ef svo er þýðir það reyndar að ég hefði átt að óska öllum gæludýraeigendum til hamingju með daginn einnig, og þá sérstaklega montinni yngri systur minni. O jæja, til hamingju með daginn elsku Ragnhildur mín, takk fyrir að vera barninu mínu góð móðir í fjarveru minni. Til hamingju með daginn allir (kvenkyns) gæludýraeigendur. Sjálf tek ég við hamingjuóskum í kommentakerfinu.

|

Hlekkir