Íslandsför í örmynd


E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Lent aftur í Hollandi eftir 4 daga ferð heim til Íslands.

Fór á laugardaginn, lenti um þrjúleytið, fór beint í þrítugsafmæli til Kára, þaðan heim til Ragnhildar og kisu í almenna tilhöfun fyrir partý og fordrykki, og svo í þrítugsafmæli til Grétu. Það var í raun tilgangurinn með ferðinni, að mæta í partý, en vegna skemmtanagildis... og þess að það var 1. apríl ákvað ég að segja henni ekkert frá því að ég væri að koma. Kom bara aftan að henni í miðju afmæli og söng fyrir hana. Hún snéri sér við og rak um skaðræðisöskur. Ég er enn að jafna mig í hljóðhimnunum. Gaman að þessu. Almennilegt djamm með tilheyrandi dansi, drykkju og dröslastheimklukkanveitekkihvað. Sunnudagur fór í kósíheit með Lækjarsmárafamilíunni, dýrindis mat hjá pabba og Gunnhildi plús ögn af skattaskýrslu. Mánudagur fór í stúss ýmislegt eins og krabbameinsleit, sund, nudd, kaffihús, búðaráp, mat í Bæjartúninu, skattaskýrslu, spilamennsku og örlítinn svefn áður en ég fór aftur í flug til Hollands.

Þessi mynd ásamt fleirum Íslandsmyndum er komin í myndaalbúm, tengill hér til hliðar.
Takk fyrir mig, gaman að hitta þau ykkar sem ég náði að hitta!

|

Hlekkir