Hvítþvottur


E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Já, var orðin leið á grænu slepjunni. Kannski gerir nýtt útlit mig virkari í skrifum, við skulum sjá til.

Annars er ég að vinna að verkefni sem lýtur að eftirlitsmyndavélum. Hvaða áhrif eru þær að hafa? Eru Reykvíkingar á gangi um miðborgina meðvitaðir um fjölda myndavéla beint að þeim? Hafa þær þau áhrif að vegfarendum finnist þeir vera óhultari en ella? Finnst þeim brotið á einkalífi sínu? Fyllist það kvíða vegna þess að það er verið að fylgjast með þeim? Hvað haldið þið?

Ég hef fundið mikið efni á netinu, fann mjög fagmannlega vefsíðu sem kennir fólki að eyðileggja eftirlitsmyndavélar. Bjó til þessa skýringamynd eftir þeim leiðbeiningum.



En já, eru einhverjir að velta fyrir sér hvað þetta komi arkitektúr við? Verkefnið sem við erum að gera mun snúast um það að hanna safn á Robben-eyju, sem er rétt hjá Höfðaborg í Suður-Afríku. Á þessari eyju var Nelson Mandela í haldi vegna pólitískra skoðanna sinna í meira en tuttugu ár í hámarks gæslu. Innan veggja fangelsis. Undanfari hönnunarferlisins er að kanna "veggi" í Rotterdam. Áþreifanlega veggi og ósýnilega. Hvað skiptir fólki? Hvernig er hægt að komast hinum megin við vegginn. Ég fór að skoða myndavélar, því vitað er að þær hafa áhrif á hegðun fólks. Misjafnar skoðanir eru um þetta eftirlit í borgum. Tilgangurinn er að minnka glæpatíðni, en skýrslur sýna að þó glæpum fækki þar sem myndavélar eru, þá fjölgar þeim bara annarsstaðar. En hinn almenni borgari virðist vera lítill liður í þessari jöfnu. Hvort myndavélar séu að brjóta á almennum rétti fólks til einkalífs, jafnvel þótt það sé statt á almannafæri er vafaatriði. Þessar rannsóknir mínar mun ég svo nota til að koma mér af stað í hönnunarferlinu. Ég er farin að hlakka til að hanna þetta safn. Er búin að vera að lesa bókina hans Nelsons "A Long Walk to Freedom", og það gefur manni mjög góða sýn á umhverfi eyjunnar. Vildi bara að við gætum farið þangað og kannað aðstæður sjálf.

|

Hlekkir