Heill sé drottningunni og verkalýðnum
Published mánudagur, maí 1 by Una | E-mail this post
Já, drottningardagurinn kominn og farinn. Allir sem bjórdós geta valdið fóru til Amsterdam á laugardaginn, borgin fylltist af appelsínugulum lýðnum sem hyllti drottninguna og konungsfjölskylduna. Þó skilst mér að þetta sé ekki afmælisdagur drottningar heldur drottningarmóðurinnar. Við fórum að sjálfsögðu gulklædd til höfuðborgarinnar og skemmtum okkur með innfæddum og innfluttum við söng, dans og drykkju.

Myndirnar má sjá á
myndasíðunni, en verið getur að hlekkjasafnið hafi flust neðst á síðuna mína, það fer eftir stærð skjásins ykkur held ég. Bendi einnig á stórfínar
myndir Guðrúnar systur og Snorra frá Hawai'i.
Þessa vikuna er enginn skóli og af því tilefni ætlum við Ren og Bing að skreppa til London. Förum á miðvikudaginn og komum aftur á mánudaginn. Ætlum að hitta Gosiu pólsku bekkjarsystur okkar, sem tók sér frí þessa önnina, og hefur verið í Póllandi síðustu mánuðina. Mikil tilhlökkun í gangi, en þangað til verð ég að taka á lærdómnum og búa til nokkrar teikningar af safninu á Robben eyju. Þetta mjakast alltsaman.
Já, í öðrum fréttum: Hjördís Sóley vinkona úr LHI komst inn í skólann og því mun heldur betur fjölga í Íslendingafélaginu næsta vetur. Að sjálfsögðu eru þetta stórkostleg tíðindi og ég eflaust álíka spennt og þau Kári og Styrmir.
Gleðilegan frídag verkalýðsins!