Líkamleg einkenni söknuðar


E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Ég lagðist í flensu í síðustu viku. Fékk hita og beinverki og almennan slappleika og slen. Aldrei gaman, en gerist jú oftar en maður vildi. Svosem ekki frásögu færandi, utan þeirrar "til"viljunar að ég lagðist í slen um leið og Ren og Hendrik fóru til Madrid í námsferð. Um leið, upp á dag. Fremur undarlegt.

Ég held að fólk geti alveg saknað ástvina sinna þannig að því líði illa líkamlega. En þar sem við Ren og Hendrik erum einungis góðir vinir bjóst ég ekki við þvílíkum viðbrögðum af minni hálfu. Get ég t.d. kallað þá ástvini mína? Þeir eru vinir mínir, og jú, á einhverju plani elska ég þá báða. Ég hitti þá daglega, eða svona hér um bil. Við höfum sálgreint hvert annað þvers og kruss og mér finnst ég þekkja þá báða mjög vel. E.t.v betur en marga sem ég hef talið mína nánustu í gegnum tíðina.
Ég var búin að kvíða því töluvert að þeir færu, skildu mig eftir. Ekki misskilja mig. Það er hellingur af fólki til að leika við hérna. Það er bara ekki eins.

Ég ætla að halda í þá skoðun að þessi veikleiki hafi verið tilviljun.
Ren og Hendrik eru aftur á móti mjög upp með sér að ég hafi tekið brottför þeirra svona nærri mér.

|

Hlekkir