Myndir frá London, fyrsta holl.
Published þriðjudagur, maí 16 by Una | E-mail this post
Setti inn myndir frá Laban dansmiðstöðinni í London, sérstaklega fyrir hana Önnu Sóleyju ;) sem er að hanna dansmiðstöð af einhverju tagi.
Vonandi finnur þú einhverjar myndir þarna.
Byggingin er í iðnaðarhverfi, ekki mikið fallegt að sjá í kring, en svo rís hún upp úr þessu grashólum. Landslagið gerir bygginguna að mínu mati. Þennan dag var yndislegt að vera þarna. Dansnemendur úti að æfa sporin, þau nota brekkurnar, grasið. Þau nota líka gluggana á byggingunni til að sjá sjálf sig. Það er ástæða fyrir því að gluggarnir ná alveg niður á botn klæðningarinnar held ég. Strúktúrinn er steinsteypa, en svo kemur bil, eflaust 20 cm þar til marglit klæðningin tekur við. Gluggarnir eru sumir í flútti við klæðninguna og sumir bakvið hana. Þannig verður stemningin innandyra mjög fjölbreytileg og litrík. Fengum ekki að fara um bygginguna alla að innan, en það eru mjög skemmtilegar opnanir ofan frá. Þakið sígur niður. Það er líka ljósbrunnur inni í byggingunni miðri. Svona lítill courtyard, sem þó er ekki notaður nema fyrir ljós held ég. Vorum öll mjög hrifin af þessari byggingu, virtist vera góður andi þarna og mikill kraftur. Húsið er mjög í stíl við það sem á sér stað þarna. Unglegt og hresst.
Þetta var arkitektúr pistill dagsins. Anna Sóley þú skrifar mér línu ef þú hefur fleiri spurningar.
Annars er London ferðasagan alveg á leiðinni...