afmæli, þrítugasta og fyrsta árið í röð!


E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...






Átti yndislegan afmælisdag hér í Delft. Í gærkvöld þegar klukkan sló 12 á miðnætti arkaði hersingin húsfélagar mínir inn í herbergið syngjandi afmælissönginn með þrjú risakerti á kafi í jólaköku og eitt lítið svona til hliðar.
Í morgun var ég svo vakin með pökkum í rúmið. Það var indælt og flottir pakkar! Svo fórum við Ragnhildur út að borða í hádeginu, röltum um bæinn, keyptum nokkrar jólagjafir og fínerí. Fórum heim í kaffi og með'í. Ragnhildur bakaði svo jarðaberjatertuna mína góðu. Hendrik fór í eldhúsið að elda og svo fór fólk að tínast inn í matarboðið. Góður félagsskapur, góður matur, góðar gjafir og góð símtöl frá ástvinum nær og fjær. Yndislegt kvöld. Mikið hlegið, mikið borðað og drukkið.



Núna er Ragnhildur undrasystir sofnuð og ég er að senda út boðskortin í Aðfangadagsmatinn. Verðum með 12 manns í mat! Eins gott að standa sig.

Jólin eru að kooooomaaaaaa!

Takk fyrir mig. Ég er afar þakklát.

|

Hlekkir