klikkað hús


E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...




ég bý í klikkuðu húsi. Ef hús geta verið klikkuð. Þá á ég við íbúana. Það er árlegur viðburður að haldið sé húspartý. Huisfestið mikla. Það verður á laugardaginn. Það er búið að vera að skipuleggja þetta í margar vikur, og nú er skreytingavélin á fullu. Til dæmis er búið að sauma helling af fánum. Þemað er nefnilega Baghaynia, þ.e. að húsið sé "land".
Gestir partýsins verða því sérstakir þjóðhátíðargestir. Það er búið að búa til heimasíðu og panta hljómsveitir og dj'a og vj'a og hvers konar j'a sem manni getur dottið í hug. Það er búið að prenta boðskort og leigja hljóðkerfi og ljósakerfi. Það er búið að panta atvinnu útkastara. Lögreglan og slökkviliðið eru með í leiknum. Búið að panta þrjú þartilgerð exit ljósaskilti sem eru viðeigandi í svona stórum partýum. Það er búið að panta bjórvélarnar og barina. Við erum að þvo öll viskastykkin í heiminum í kvöld svo að við getum þurrkað upp bjórinn af börunum á laugardaginn. Ég vona að eitthvað af bjórnum rati ofan í minn maga. Ég verð nefnilega barþjónn í tvo klukkutíma samfleytt og á meðan má ég drekka að vild! Öss, þetta verður svakalegt!

MyndbandÞó þið nennið ekki að horfa á allt myndbandið, mæli ég samt með síðustu mínútunni.
Heimasíða Baghaynia

Myndin efst er af holinu þar sem mesta smíðavinnan fer fram. Styttan góða og checkpointið þar sem passar gesta verða tékkaðir. Klikkun!

|

Hlekkir