Jemundur minn! Ég var búin að gleyma hvað sykur high getur varað lengi... Í kvöld kom til mín pakki fullur af íslensku nammi. Sem betur fer voru Rúna, Árni og Lína stödd í heimsókn því annars gæti ég eflaust ekki setið á þessum stól í þessum skrifuðu orðum. Ragnhildur undrasystir var svo góð að senda mér allar mögulegar gerðir af súkkulaði, lakkrís og súkkulaðihúðuðum lakkrís og fylltum lakkrís. Herre Gud. Takk músin mín.

Hér eru verksummerkin. Á morgun má svo sjá afleiðingarnar þegar ég reyni að troða mér í gallabuxurnar...