Í dag mánudag er bæði annar í hvítasunnu og Memorial dagur. Allir að koma heim úr utanbæjarferðum bæði á Íslandi og Ameríku. Keyrðum til Tiburon sem er frekar sætur bær við ströndina og við hinn endann á Golden Gate brúnni. Þaðan var tekin ferja til Angel Island, löbbuðum um þar, upplifðum frábært útsýni yfir San Francisco flóann og borgina. Mikið af myndum teknar, en þær vilja enn ekki koma inn á þessa síðu. Verðið að bíða þar til Guðrún uppfærir sína
síðu eftir myndum. Þar eru engir bílar nema 2-3 sem notaðir eru í rekstur. Annars virðist vera mjög vinsælt að koma þarna með hjólið sitt og hjóla eyjuna þvera og endilanga. Geri það næst. Við vorum með Baldur í kerru sem vildi labba og Sif labbandi sem vildi vera í kerru ! Komum aftur á meginlandið og renndum niður ljúffengum ís og kaffi í miðbæ Tiburon, keyptum nokkur kolaflök sem Snorri grillaði þegar við komum heim. Namminammi namm.
Um kvöldið fórum við Guðrún á Kill Bill vol.2 í bíó. Ég skemmti mér mjög vel. Hélt aðeins fyrir augun í erfiðustu atriðunum, fékk eitt hláturskast, sú EINA í salnum sem fannst atriðið
svona fyndið (þegar Uma biður um glas af vatni á bar fyrir þá sem hafa séð myndina), garg!
Hræðilegt atvikið í vesturbænum um helgina, maður skilur ekki svona. Eitthvað hlýtur að hafa gengið á hjá konunni. Ekki að sekt sé sönnuð en greinilega eru allar vísbendingar að benda á móðurina. Hræðilegt. Ég vona að drengurinn lifi þetta af, já og móðirin líka, vona að hún fá þá hjálp sem hún þarf.
Næstu helgi förum við með vinafólki Guðrúnar og Snorra í útilegu. Margir fullorðnir, nokkrar auPair og fullt fullt af börnum.
Endilega sendið mér línu í gegnum kommentakerfið. Þið þurfið ekki að skrá ykkur inn, sendið bara línu sem anoymous og skrifið nafnið ykkar neðst í skilaboðin svo ég sjái frá hverjum þau eru.
knús