Helgarslaufa, Bourne og San Diego


E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Helgin var frábær. Fékk þær Hrafnhildi og Steinunni yfir til mín á föstudag, leyfði Gu og Sno að fara út að borða og í bíó (eða rak þau út úr húsi). Það var stelpu-margarítu-nammi-kjaftakvöld hjá okkur. Þær sváfu svo hér aðfaranótt laugardags. Fórum á laugardagsmorgni í "Kringluna" og eyddum mörgum klukkutímum og dollurum þar. Mjög gaman, keypti mér fullt af fötum í Old Navy, haustvörurnar komnast sko. Fórum svo yfir til Mountain View á Stanford svæðið þar sem Steinunn býr. Hún var ein heima um daginn því Hrefna og Finnur voru boðin í grillpartý heima hjá okkur hér í Fremont. Við höfðum önnur plön. Fórum að versla mat og drykk, gerðum okkur fínar og sætar, borðuðum og drukkum hina ýmsu drykki og fórum svo að tjútta á University Avenue. Kíktum á Blue Chalk Café og Nola, mjög skemmtilegir staðir og sérstaklega þar sem við náðum að smygla Steinunni, sem vantar nokkra mánuði í 21 árs afmælið, inn með okkur á mínum skilríkjum. Spennandi. Hittum fólk og spjölluðum, vorum komnar heim til Steinunar um 2leytið flissandi eins og smástelpur, að reyna að vekja ekki heimilisfólkið. Langt síðan maður hefur farið á tjúttið. Sunnudagur var rólegur, örlaði á þynnku, fórum heim til Fremont í sundlaugina og slökuðum á.

Stelpurnar S og H

Fór í bíó áðan á Bourne Supremacy. Við Gu og Sno höfðum leigt fyrri myndina, Bourne Identity í síðustu viku til að vera með allt á hreinu og rifja upp atburðarrásina. Mæli með þeim báðum. Nýja myndin er að mínu mati betri en hin fyrri. Stíllinn er örlítið ólíkur hinni, en það kemur ekki að sök. Sitjið bara aftarlega í bíósalnum þegar þið sjáið hana.

Matt Damon aðalleikarinn í Bourne Supremacy

Guðrún og Snorri eru búin að vera að ræða sumarfrí undanfarið og nú hefur verið ákveðið að skreppa eina viku til San Diego í lok ágúst. JEIII !!! Þangað er 8 tíma akstur í gegnum L.A. Þetta er ferð sem þau eru búin að langa að fara í mörg ár en aldrei gert. Þau voru að spurja mig hvort ég færi ekki örugglega 30. ágúst heim, og ég sagði jú, (búin að segja þeim það mjög oft á undanförnum dögum) en ákvað nú að vera aaaalveg viss. Kíkti á miðann og þá virðist sem ég fari héðan degi fyrr. Legg af stað 29. ágúst og lendi að morgni mánudagsins 30. ágúst heima í sönní Kef. Eins gott að hafa svona hluti á hreinu...

Verslunarmannahelgin nálgast óðfluga... einhver plön? Segja nú Unu sinni frá því svo ég viti hvar þið eruð. Upp'á palli, inn'í tjaldi, út'í skógi, vonandi skemmtið ykkur vel!


|

Hlekkir