Helgarsportið


E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Þessi færsla er í boði Smirnoff. Gæða vodki í stórum flöskum.

Vikan leið og allt í einu var komin helgi aftur. Gaman gaman. Baldur litli var reyndar orðinn lasinn í lok vikunnar, fékk hita og var almennt vansæll.
Búið var að plana ferð til borgarinnar með Hrafnhildi og Steinunni. Við Hrafnhildur þjófstörtuðum með bíóferð á föstudagskvöld, sáum myndina Before Sunset með þeim Ethan Hawke og Julie Delphy í aðalhlutverkum. Þetta er framhald myndarinnar Before Sunrise frá 1994 sem var afar hugljúf og falleg mynd. Þessi var ekki síðri.
Lögðum svo af stað í leiðangur á laugardagsmorgni, tókum lest upp í borg, kíktum í Kastró hverfi samkynhneigðra, þar voru skemmtilegar týpur á ferli og mikið mannlíf. Borðuðum, versluðum, gengum um. Hittum svo Steinunni á hótelinu, röltum meira, fórum út að borða um kvöldið, aftur á hótel að gera okkur fínar og svo skelltum við okkur á djammið. Fórum á nokkra skemmtilega staði, hittum skemmtilegt fólk, drukkum afar skemmtilega drykki, en fannst að sama skapi leiðinlegt að allt skyldi svo loka kl. 2.


Steinunn og Hrafnhildur að chilla uppá hótelherbergi, hlaða batteríin.

Fór svo á sunnudeginum á SFMoma, San Francisco Museum of Modern Art. Skemmtilegar sýningar í gangi og húsið stórfenglegt.


SF Moma, Nýlistasafnið i San Francisco.

Skoðaði Yerba Buena miðstöðina og garð. Rölti um bæinn, drakk kaffi, las bækur og verslaði ogguponsulítið.


Yerba Buena

Frábær helgi, alltaf gaman að kíkja í borgina. Maður sér alltaf eitthvað nýtt, allt iðar af mannlífi, veðrið er yndislegt og maður er í fríi. Gæti ekki verið betra.
Baldur búinn að jafna sig, mánudagur á morgun og ég þarf að fara að huga að því hvernig ég á að koma öllu dótinu mínu heim... held ég þurfi að kaupa eina tösku í viðbót.

|

Hlekkir