
Um daginn kom Hrafnhildur með Jakob í heimsókn. Jakob er 2 ára og vildi vera góður við Baldur og halda í höndina á honum meðan þeir horfðu saman á Stubbana.

Við fórum í laugina með strákana, hér er Baldur með flottu hárgreiðsluna sem hann fær þegar maður er búinn að bera sólarvörnina í hársvörðinn. Töffari... rock on !