Verslunarmannahelgin 2004


E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Já, hún var skemmtileg þessi helgi. Í gær var haldið upp á 30 ára afmæli Finns, og við skunduðum þangað seinnipartinn. Mjög skemmtilegt partý. Sif kom heil á höldnu aftur til okkar seint í gærkvöld. Ég ætlaði að kíkja í Crate and Barrel í dag, svo ákvað öll familían að koma með mér. Þau keyptu sér mjög fallegt borðstofusett sem þau hafa verið að slefa yfir í tvö ár. Ég hins vegar keypti ekkert...

Skrýtið hvernig tíminn virkar á mann... fyrir utan að maður fær hrukkur og bætir á sig kílóum. Fyrr í sumar eyddi ég engu, keypti ekkert, gerði ekkert. Núna er tíminn að líða svo hratt og fyrr en varir verð ég komin heim. Núna er að hellast yfir mig kaupæði, verð nú að kaupa mér hitt og þetta áður en ég fer heim. Reyni að ríghalda í veskið og hleypa ekki visakortinu upp úr því. Tekst svona misvel. Er búin að vera að kaupa mér slatta af fötum. Allt ágætiskaup reyndar. En maður verður að passa sig hérna og detta ekki inn í að reikna allt yfir í íslenskar krónur og finnast þar af leiðandi allt vera á spottprís...

|

Hlekkir