Komin "heim"


E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Erum búin að vera á ferðalagi í 9 klukkutíma. Lögðum af stað frá San Diego kl. 9 í morgun og renndum í hlaðið kl. 18. Baldur var algjör engill á leiðinni, held við höfum öll verið búin að kvíða ferðinni og búast við því versta. En hann svaf mikið og þess á milli var hann bara kátur og hress. Hjúkk...

Ferðin var æðisleg í alla staði, en ansi strembin þó. Mikið gert á stuttum tíma, lítill tími sem fór í að láta tærnar snúa upp í loft. Gott að koma heim.

Er núna að þvo af mér lufsurnar. Vélin mín fer kl. 6 í fyrramálið, flýg til Phoenix, þaðan til Minneappolis, þar sem ég mun bíða í 5 tíma eftir fluginu til Íslands. Lendi kl. 6.20 í Keflavík á mánudaginn. Íbúðina mína fæ ég svo á föstudaginn. Þetta verður því um vikuferðalag... frá San Diego til Meðalholts.

Hlakka til að sjá alla, hlakka til að byrja í skólanum, hlakka til að fá rigningu...

Sumarið hefur verið gott, ég á eftir að sakna "barnanna minna" og Guðrúnar og Snorra. Veit ekki hvað þetta blogg stendur lengi yfir eftir að á klakann er komið. Sjáum til.

Sí jú !

p.s. nennir einhver að sækja mig á völlinn??

|

Hlekkir