Er ég þú?


E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Hef mörg nöfn að læra. Meira en helmingurinn af þeim eru asísk nöfn. Það gengur ekki þrautalaust fyrir sig. Ég hef reitt mitt á hjálp Rens til að hjálpa mér að muna nöfnin á sumu fólki. Ein vinkona okkar er frá Japan og heitir Ayumi. Ég gat ekki munað þetta. Ómögulega. Hann benti mér á að þetta hljómaði eins og "Are you me?" nema bara með meiri kanahreim þannig að R-ið heyrist ekkert. Ótrúlega sniðugt. Ekkert mál að muna þetta hugsa ég. Nema svo ákvað hann að spurja mig daginn eftir hvort ég myndi nafnið á henni.
Ég: (pása... hmm...) "yes I remember! Am I you?"

Hélt hann myndi hjóla á tré, hann hló svo mikið og síðan er búið að gera óspart grín að mér, og um leið er fólk farið að kalla greyi stelpuna "Emiyu".

|

Hlekkir