Fyrir 30 árum...


E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



var ég í bumbunni á mömmu. Mamma tók þátt í kvennafrídeginum árið 1975 og ég myndi gjarna vilja taka þátt í honum árið 2005. Síðan ég var lítil og heyrði fyrst um þennan kvennafrídag, hef ég verið stolt af mömmu að hafa tekið þátt í honum. Það voru eflaust mjög margar konur sem vildu en ekki gátu/þorðu að gera slíkt hið sama. Ef ég væri á Íslandi myndi ég hiklaust mæta á Skólavörðuholtið og hleypa út femínistanum í mér. Það hefur að sjálfsögðu mikið áunnist á síðustu 30 árum, og þó það væri ekki nema til að þakka mæðrum okkar og ömmum fyrir baráttuna sem varð okkur í hag, þá hvet ég kynsystur mínar til að mæta og standa vörð og krefjast jafnræðis. Enn má sjá launamun milli kynja fyrir sömu vinnuna. Ég er spurð hér hvernig ástandið sé á Íslandi, hvort mikill munur sé á skyldum kvenna og karla. Fólk verður mjög hissa þegar ég segi þeim að þó ástandið sé víða verra en á Íslandi, þá sé ennþá ríkjandi mismunandi launastefna. Það er ekki eðlilegt, það er ekki náttúrulögmál og það er ekki siðferðilega rétt að konur fái lægri laun er karlar fyrir sömu vinnuna. Launamunur er misrétti hvernig sem á það er litið.

Fyrir 30 árum.

Konur - leggjum niður störf Jafnrétti núna! Nú gefst kjörið tækifæri til að taka þátt í að skapa kvennasögu Íslands og láta til sín taka í baráttunni fyrir jafnrétti því hinn 24. október næstkomandi verður kvennafrídagurinn endurvakinn en þá eru liðin 30 ár frá kvennafríinu 1975. Konur eru hvattar til að leggja niður störf klukkan 14:08 en þá hafa þær unnið fyrir launum sínum, ef litið er til munar á atvinnutekjum karla og kvenna sem eru 64,15% af launum karla. Samkvæmt þessu eru konur búnar að vinna fyrir sínum launum, eftir fimm tíma og átta mínútur (miðað er við vinnudag kl. 9-17). Kröfuganga verður farin frá Skólavörðuholti, niður Skólavörðustíg og að Ingólfstorgi. Mæting á Skólavörðuholti kl. 15. Yfirskrift göngunnar er ,,Konur höfum hátt" og eru konur hvattar til að taka með sér eldhúsáhöld, svo sem potta og járnsleifar eða ásláttarhljóðfæri til að framkalla hávaða. Hugmyndin er sú að konur hafa verið hljóðar of lengi og nú er kominn tími til að við látum í okkur heyra og krefjumst jafnréttis núna!

|

Hlekkir