Ragnhildur komin og farin... sniff. Mjög gaman að hafa hana hér, ferðasöguna má lesa á blogginu
hennar.
Ragnhildur kom færandi hendi. Kærar þakkir fyrir sendingarnar. Bækur og íslenskt góðgæti. Er enn að gæða mér á hangikjeti og skyri. Treina mér þetta eins og ég get. Slúrp.
Er að skrifa ritgerðir. Og einmitt á sama tíma finnur maður þörf fyrir að setja
myndir á netið. Sjá hlekk hér til hliðar.
Hér er kominn vetrartími. Því aðeins klukkutíma munur á Íslandi og Hollandi. Þó enginn vetur í veðrinu, allavega ekki í dag og gær. Hlýtt, sól, haustlegt og fallegt.
Kveðjur í kuldann heima.