Time's fun when you're having flies
Published miðvikudagur, október 19 by Una | E-mail this post
Já, farin að hjóla ansi hratt. Miðað við flugulíkin framan á mér þegar ég er komin á leiðarenda. Þarf að fá mér skyggni á stýrið, svona gegnsætt og fínt. Svo fer maður kannski bara að setja mótor á gripinn. Og veifur. Og spil í teinana. Gasalega fínt.
Já, Ragnhildur kemur á morgun. Það verður áhugavert að sjá hvernig dagurinn verður. Er í miðri kynningu þegar hún kemur, fæ að skjótast á lestarstöðina til að taka á móti henni, og svo er spurning hvort hún hangir heima þar til ég er búin eða fer með mér í skólann.
Var að borða, Linda á leiðinni, vinnum frameftir að þessari kynningu. Svo eftir morgundaginn hægist á, bara tvær ritgerðir eftir tvær vikur og stærri kynning á stúdíó-verkefninu þann 10. nóv.
Fór á kynningarfund áðan vegna hollenskunámskeiðs sem ég ætla að byrja á núna í næstu viku. Ef ég kemst að, ótrúlegur fjöldi sem ætlar sér þessi örfáu lausu sæti. Samkeppnin hörð hérna.
Allavega, kveðjur frá Hollandi.