Time's fun when you're having flies


E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Já, farin að hjóla ansi hratt. Miðað við flugulíkin framan á mér þegar ég er komin á leiðarenda. Þarf að fá mér skyggni á stýrið, svona gegnsætt og fínt. Svo fer maður kannski bara að setja mótor á gripinn. Og veifur. Og spil í teinana. Gasalega fínt.

Já, Ragnhildur kemur á morgun. Það verður áhugavert að sjá hvernig dagurinn verður. Er í miðri kynningu þegar hún kemur, fæ að skjótast á lestarstöðina til að taka á móti henni, og svo er spurning hvort hún hangir heima þar til ég er búin eða fer með mér í skólann.

Var að borða, Linda á leiðinni, vinnum frameftir að þessari kynningu. Svo eftir morgundaginn hægist á, bara tvær ritgerðir eftir tvær vikur og stærri kynning á stúdíó-verkefninu þann 10. nóv.

Fór á kynningarfund áðan vegna hollenskunámskeiðs sem ég ætla að byrja á núna í næstu viku. Ef ég kemst að, ótrúlegur fjöldi sem ætlar sér þessi örfáu lausu sæti. Samkeppnin hörð hérna.

Allavega, kveðjur frá Hollandi.

|

Hlekkir