Allt er gott


E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



já já

Veðrið orðið gott aftur. Stóð yfir í tvo daga, og Þó og Jó rétt sluppu. Fengu þetta fína veður meðan þau voru hérna. Það var auðvitað alveg æðislegt að fá þau í heimsókn. Fórum á góða veitingastaði, kíktum á skrallið í Rotterdam, fórum til Haag, á ströndina þar. Ströndin heitir Scheveningen, já eins og í Grolsch auglýsingunni! Ég stakk mér til sunds í stóra baðkarinu á hótelinu þeirra. Horfði á sjónvarpið! Allar myndirnar eru svo á myndavélinni þeirra... nema þessi:

Takk fyrir komuna krakkar! Fékk svo flatkökur og hangikjet, skyr og nammi. Stórhættulegt að fá fólk í heimsókn, maður fer að úða í sig sælgæti. En gott var það.

Jólin nálgast. Hér er St. Nikulásmessa í dag. Af því tilefni fá börn gjafir frá honum og Svarta Pétri, hjálparhellunni hans. Ég fékk súkkulaðistaf í póstkassann. Svarta Pétri greinilega líka umhugað um erlenda námsmenn í stúdentaíbúðum í Delft. Fékk G. Það var líka gott.

Styttist í heimkomu. Og afmæli... Einhver í stuði þann 22. des? Goody!

Ekki eðlilegt hvað ég er búin að hugsa mikið um þennan áfanga að verða þrítug. Get eiginlega ekki beðið eftir að það sé frá. Aldrei á ævi minni hugsað svona mikið um eigin aldur. Fólk hérna með mér í bekk er líka svo agalega upptekið af aldri annarra. Sífellt að spurja mig hvað ég sé gömul. Þó get ég huggað mig við það að þeim finnst ég ekki líta út fyrir að vera þetta "gömul". Ég ætla að yngjast með aldrinum. Þett'er gott.

Fór í Kóreanskt matarboð. Kóreubúar eru drykkjufólk. Drekkar oft og stíft. Kom mér á óvart. Jaðraði við íslenska drykkjumenningu. En maturinn var góður. Goooood!

Sakna þessarar...

Þessi Mús fær knús eftir nokkra daga. Ekki að hún fái ekki knús alla daga...
Þessi mynd komin á desktopið, Eddie Izzard fékk að fjúka. Ekki eins gott að knúsa hann.

Ó já. Braut stól. Aftur. Héðan í frá mun ég aldrei aftur setjast á Ikea stól. Er með stærsta marblett í sögu marbletta á handleggnum á mér. Gæti sýnt myndir en vil ekki gera ykkur það. Herre Gud.

Kannski það sé fylgni milli súkkulaðimagns étið og fjölda stóla brotnir???
Rosalega kæmi það mér á óvart...ehemm.

Góðar stundir gott fólk.
Un

|

Hlekkir