víú víú!


E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Eins og svo margar setningar frá honum Finni Arnóri bróðursyni mínum, þá er titill þessarar færslu fenginn að láni frá þeim stutta. Þetta segir hann þegar hann er spenntur og eitthvað fer eftir hans óskum. T.d. þegar lest tekur af stað, eða hann skorar mark. Ég tek þetta mér í munn þegar ég er ánægð með nýjar fjárfestingar, eða þegar hjólið mitt virkar 10 sinnum betur því að ég lagaði það. Þetta er farið að breiðast út og heyri ég víu víu, hvar sem ég fer. Líkt og "ó nei!" setningin hans.

Já, er búin að vera upptekin þessa vikuna við að sanka að mér nýjum hlutum.

Tvenn ný gleraugu urðu eign mín, og er ég afar stolt af þeim báðum. Þau munu veita mér innsýn og skarpskyggni næstu árin. Ég mun sjá heiminn í nýju og réttara ljósi og aðrir munu sjá mig sem afar glögga manneskju sem hefur vit á gleraugum. Glampavörnin mun bæði koma í veg fyrir að flassljós ljósmyndara eyðileggi myndir þeirra og stígi mér til höfuðs.
Þessi gleraugu eru gjöf frá móður minni og stjúpföður og er ég þeim afar þakklát fyrir örlæti sitt. Takk!


Eitt stykki ný myndavél komst í hendur síns nýja eiganda í gær. Ég vakti svo til 5 í nótt við að prófa gripinn og lesa þykka leiðbeiningabók. Ég hef lent í því síðustu vikur þegar ég hef viljað taka myndir að gamla myndavélin, Sony Cybershot, hefur frosið, myndin flöktað, ekki hefur tekist að taka mynd, hef þurft að taka rafhlöðurnar úr henni, setja þær í aftur, loka og ræsa aftur, bara til að taka eina mynd og byrja ferlið enn á ný. Var orðin frekar þreytt á að biðja samnemendur mína að taka myndir fyrir mig. Þá er réttlætingarkafla þessarar færslu lokið.
Ég tók því þá ákvörðun að ég þyrfti nauðsynlega að eignast nýja myndavél. Fór því í MediaMarkt og skoðaði úrvalið sem var ansi mikið. Eftir nokkrar heimsóknir í búðina, samanburðarrannsóknir á amazon.com og stuttri skoðun á bankareikningi mínum ákvað ég að festa kaup á þessari hérna. Hún heitir Panasonic Lumix fullu nafni, en ég kalla hana bara Lumix. Hún er nýi besti vinur minn og hún líkt og gleraugun mun hjálpa mér að sjá hluti sem ég annars hefði ekki séð (12x optical zoom). Hún mun einnig gera mér kleift að varðveita minningar, og nóg af þeim (512Mb minniskort og 2 lithium rafhlöður). Hún mun láta heiminn líta út fyrir að vera í ögn meira jafnvægi en hann er (stabilizer) og aftur, eins og gleraugun, mun þessi gripur láta mig líta betur út, sem er ómetanlegur fítus. Þessi myndavél er gjöf frá hr. Visa og mun ég á næstu vikum gefa honum eitthvað fallegt í staðinn. Hef heyrt að hann sé hrifinn af peningum. Hef honum bara inneignarnótu í sparireikningi mínum í Landsbankanum. Vona að hann verði jafn hrifinn af þeirri gjöf og ég er af þessari myndavél sem hann gaf mér.

víú víú!!

|

Hlekkir