Mogginn og mistök


E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Morgunblaðið hefur vakið athygli á þessari frétt, sem í sjálfu sér er ekki góð. Það að arkitekt geti einsamall falsað tölur um burðarþol, sem verður svo fólki að bana í minnsta skjálfta er hræðilegt. En mér finnst einnig merkilegt að það sér fyrirtæki í Japan sem heitir "Eitthvað", eins og sjá má í fjórðu málsgrein þessarar fréttar, sem Morgunblaðið, einn virtasti fréttamiðill landins sendir frá sér.
En já, allir gera mistök. Líka fréttamenn.

"Japanskur arkitekt falsaði skjálftaþolstölur fyrir fimm háhýsi.
Annar japanskur arkitekt hefur verið sakaður um að hafa falsað tölur um jarðskjálftaþol húsa sem hann hannaði í Sapporo á Hokkaido, að því er yfirmaður byggingaeftirlits borgarinnar segir. Mun arkitektinn, Ryoichi Asanuma, hafa falsað tölur fyrir að minnsta kosti fimm hús. Tjáði hann eftirlitsmönnum að hann hafi gert það til að flýta hönnunarferlinu og geta lokið verkinu á tilsettum tíma.

Rannsókn er hafin á málinu og beinist hún einnig að tugum annarra húsa í öðrum borgum sem Asanuma vann við, að sögn embættismanns á Hokkaido. Uppvíst varð um málið eftir að verkfræðiráðgjafarfyrirtæki vakti máls á grunsemdum varðandi hús sem Asanuma hannaði.

Í nóvember viðurkenndi annar arkitekt, Hidetsugu Aneha, að hafa falsað skjálftaþolstölur fyrir tugi húsa til að draga úr byggingakostnaði. Að sögn yfirvalda er hætta á að 97 hús sem Aneha vann við hrynji í vægum jarðskjálftum. Tugir húsa sem hann hannaði, þ.á m. í Tókýó, verða rifin og hafa þúsundir manna orðið að flytja búferlum af þessum sökum.

Í síðasta mánuði greindu embættismenn frá því að grunur léti á að hönnunarfyrirtæki í Fukoka, sem heitir Eitthvað, hafi falsað skjálftaþolstölur fyrir að minnsta kosti þrjú hús. Arkitektinn Shogo Nakamori, framkvæmdastjóri Einhvers, segir grunsemdirnar tilhæfulausar.

Kröfur um skjálftaþol húsa í Japan voru hertar eftir að 7,2 stiga jarðskjálfti varð 6.400 manns að bana í borginni Kobe 1995. Japan er eitt mesta jarðskjálftasvæði heims, en undir því mætast fjórir meginlandsflekar." tekið af fréttavef mbl.is

|

Hlekkir