Húsnæðis- og sumarmál


E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Stöndum í ströngu þessa dagana við að reyna að tryggja okkur öruggt húsnæði fyrir næsta vetur. Erum fjögur búin að vera að leita að húsi í nokkra mánuði. Fundum svo hús í gegnum fólk sem við þekkjum. Enn er þó ekki búið að landa samningum og þetta er að taka allt allt of langan tíma.

Við sitjum 3-4 saman heilu kvöldstundirnar að skrifa diplómatísk og kurteis en þó ákveðin bréf, til leigusalans, þar sem við reynum að fá þau til að skilja að ekkert okkar getur borgað tvöfalda leigu í júlí og ágúst. Erum öll skuldbundin til að borga leigu hér í blokkinni út ágúst. Gætum fengið húsið í byrjun júlí. Hvað er þá gert? Þá er tekið til þess að skríða og biðja fallega.

Húsið er annars gamalt sex herbergja hús í miðbæ Delft. Herbergin eru mjög misstór, þrjú stór, þrjú mjög lítil og leigan því einnig mishá. Eldhús, stofa, svalir, ris. Erum agalega spennt, en þorum ekki að flytja inn í huganum fyrr en samningar hafa verið undirritaðir. Allir orðnir þreyttir á einmenningslífinu í blokkinni.

Skólinn að sjálfsögðu í fullum gír. Hann er þó óþarflega langur finnst mér... verð ekki búin fyrr en í fyrstu vikunni í júlí. Er að teikna safnið á Robben eyju. Gengur svona la la skulum við segja. En allt á réttri leið. Ennþá er ekki allt komið á hreint varðandi sumarið, þó geri ég ráð fyrir að koma heim til Íslands í júlí, og vera í mánuð kannski. Fara svo aftur út í ágúst, trúlega til að vinna fyrir kennarann minn á síðustu önn, og vonandi til að flytja í nýja húsið líka! Krosslegg fingur.

Hér er sumarið ekki komið. Það kom um daginn, á sama tíma og það kom til Íslands. En þegar fór að snjóa á Íslandi þá komu bara rosalegt rok og rigningar. Þrumur og eldingar og læti. Ég verð alltaf jafn skíthrædd í þrumuveðri. Virðist aldrei ætla að læra á þetta. Núna er skýjað og bara ansi kalt, brrr. Vonandi fer þetta nú að koma.

|

Hlekkir