Jól 2006


E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Gleðileg jól gott fólk!



Þetta árið eru jólin öðruvísi.

Í gærkvöld hélt ég upp á jólin með Ragnhildi, Ren og Bing ásamt 6 öðrum samnemendum mínum. Þau eru öll frá Asíu. Taiwan, Hong Kong, Japan, Malasíu, Singapúr.

Við Ragnhildur byrjðum að elda á Þorláksmessu eftir að hafa verið að versla í matinn nánast allan daginn. Þá gerðum við hnetusteikina tilbúna þar sem ekki allir í hópnum borða kjöt.

Svo kom aðfangadagur bjartur og fagur.

Fékk myndina Annie í skóinn. Uppáhaldsmyndin mín þegar ég var barn.
Morgunmatur.
Ris-a-la-mand grauturinn gerður tilbúinn.
Sætar kartöflur soðnar.
Kartöflur soðnar.
Waldorfsalat búið til.
Skyrsalat líka.
Sveppir steiktir.
Kartöflumúsin stöppuð.
Rauðkálið hitað.
Sætkartöflumúsin.
Hnetusteik í ofninn.
Lagt á borð.
Stofan skreytt.
Jólatré tilbúið úr stólum.
Sveppasósan.
Aspassúpan hituð.
Gestir mæta.
Gláinn tilbúinn.
Svínahamborgarhryggur steiktur.
Svínahamborgarhryggur settur í ofninn.
Súpan borin fram.
Hnetusteik borðuð með meðlæti.
Hamborgarhryggur borðaður með meðlæti.
Rauðvín sötrað.
Rjóminn þeyttur í möndlugrautinn.
Kirsuberjasósan hituð.
Möndlugrautur með tilheyrandi leik.
Hiroko frá Japan fékk möndluna en gleypti.
Fékk cd frá Ampop.
Uppvask.
Kaffi og Baileys.
Nóakonfekt.
Pakkarugl.
Fékk kerti frá Kaz.
Spjall.
Út að labba, tókum með okkur freyðivín.
Leikir á torginu. (hlaupið í skarðið, fimm dimmalimm)
Kíkt á barinn. (einn bjór og spilað)
Kveðja gesti.
Heim.
Opna pakka að heiman og héðan.
Lesa jólakortin.
Horfa á Annie.
Sofna.


Í dag Fórum við svo að máta sófann þeirra Hjördísar og Kára. Þau eru farin til Íslands og báðu mig að fylgjast aðeins með húsinu fyrir sig. Elduðum hangikétið og grænu baunirnar, uppstúf og rauðkál. Malt og appelsín. Nammi og ái hvað ég borðaði mikið!




Þetta eru öðruvísi jól. En engu að síður mjög skemmtileg. Það var ákveðin áskorun að ætla sjálf (með Ragnhildi auðvitað) um matinn. En þetta var æði.
Að fara út í leiki var líka gaman. Pakkarnir voru mjög fínir, margar góðar bækur og ullarsokkar og hringurinn sem mig hefur langað í síðan Ragnhildur fékk sinn.

Svo er það bara París næst á dagskrá. Fjórar nætur þar. Svo áramótin í Amsterdam.

|

Hlekkir