
Eins og lesa má
hér gengur gríðarlega öflugur stormur yfir landið. Lestir eru stopp, vegir líka, fólk flýgur af hjólunum sínum og þurrkar upp göturnar. Lestarstöðin í Amsterdam er löskuð, byggingakrani féll niður á hús og fólk. Skip rákust saman í höfninni í Rotterdam.
Ég hef ekki stigið fæti út úr húsi í allan dag, búin að vera að undirbúa mig fyrir kynningu í fyrramálið. Þarf að fara í kvöld uppí skóla að prenta. Ég mun annaðhvort fljúga þangað, eða heim aftur.
Í dag leit ég út um gluggann og sá mann standandi á þaki hérna fyrir aftan húsið okkar. Hann var að reyna að binda niður áfellu á þakkanti. Svo kom roka, og áfellan feyktist upp í loftið og hann mátti hafa sig allan við að fjúka ekki með henni, því hún greip hann með sér.
Annars erum við nokkuð örugg hér í húsinu, smá lekar hér og þar, en aðallega í mínu herbergi því ég er einmitt undir flata partinum af þakinu. Þar safnast vatnið saman í myndarlegan poll sem dropar niður á gólf hjá mér.
En þeir spá vindhraða upp á 36m á sekúndu. Eða 130 kílómetra á klukkustund. Eða tólf vindstig. Eða fárviðri. Það er dágóð gola.
Vonum bara að varnargarðarnir haldi.
p.s. Ren var að koma úr búðinni. Hann ákvað að kaupa 6 lítra af mjólk til þess að hann myndi ekki fjúka út í buskann á leiðinni heim. Fólk deyr ekki ráðalaust.
p.p.s Ég held ég prenti bara í fyrramálið.