Já, það er komið að því. Kisan okkar hérna úti er í rófuaflimun í þessum töluðu orðum. Þetta eru ca. 10 centimetrar sem taka þarf af. Búið var að sauma sárið en það var það stórt að blóðflæði náðist ekki út í enda og því varð að taka hann af. Vona að hún fyrirgefi mér þetta einhverntímann. Hún hefur reyndar verið ótrúlega góð, og er orðin vön ferðunum til dýralæknisins. Hún kúrir alveg hjá mér og finnst ég ekkert alslæm greinilega. Sem er gott.
Af minni kisu á Íslandi er það að frétta að hún ákvað að fara í langa göngu, sirka tveggja sólarhringa langa göngu. Mér var tjáð þetta í gær og það var ekki góð tilfinning að vita af henni týndri á Íslandi í hverfi sem hún er rétt að kynnast. Fékk hnút í magann og leið ekki mjög vel. Ragnhildur sagði mér svo áðan á msn að hún væri komin. Mikill léttir. Fannst ég vera að gera öllum kisunum mínum slæmt. Fer frá einni og skil hana eftir í hverfi sem hún þekkir ekki og skelli hurðinni á aðra þannig að hún þarf að fara í uppskurð.
Við Sif erum að æfa lestur og skrift núna. Baldur sefur. Guðrún og Snorri vinna. Sif fer á mjúkboltaæfingu á eftir og við sækjum kisu til læknisins. Annað er ekki í fréttum. Yfir og út.