Á lífi


E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Sælt veri fólkið. Ansi lítið hefur maður skrifað undanfarið... hef heyrt eina manneskju kvarta, þið hin eruð kannski guðslifandi fegin!! :) Nei, einhver skrifleti hefur hrjáð mig, ekki það að maður hafi ekki haft frá neinu skemmtilegu að segja, o nei. Við fórum í útilegu með fullt af íslendinum á svæðinu, þar var spilað, sungið, borðar og gengið. Við gegnum upp á ansi hátt fjall við tjaldstæðið, með öll börnin sem ýmist komust upp á tveimur jafnfljótum, borin á baki eða ýtt í kerru. Harðsperrur hrjáðu ansi marga eftir þá ferð. Fengum æðislegt veður, alltaf smá gola þannig að flugurnar létu okkur alveg í friði.
Nú undanfarið höfum við verið dugleg að fara í sundlaugina hérna úti í garði. Hún er orðin heit og fín um miðjan dag og vel hægt að vera í henni að busla. Sif er orðin dugleg að synda og Baldri finnst þetta rosalega skemmtilegt.
Um helgina var 17. júní fagnaður Íslendingafélagsins haldinn, þar var grillað og spjallað. Ég kynntist nýrri stelpu sem heitir Hrafnhildur, líst vel á hana og það getur verið að við Hrafnhildur og Steinunn gerum eitthvað skemmtilegt saman í sumar. Steinunn er systir Finns sem er maður Hrefnu, en þau eru vinahjón Guðrúnar og Snorra. Snorri var á Íslandi eins og flestir vita og missti hann því af fjörinu.
Nú svo er ég komin með aukavinnu hérna úti. Það hafði stelpa samband við Guðrúnu, hún var að leita sér að kennara í íslensku. Hún heitir Stefanie og er á leið til Íslands í haust að læra íslensku við Háskóla Íslands og hún vildi vera betur undirbúin. Því kemur hún hingað til mín einu sinni í viku og ég hlýði henni yfir, kenni henni orð og set fyrir hana verkefni. Ansi gaman bara. Fyrir þetta fær maður borgaða peninga sem alltaf eru velkomnir í mitt veski.
Hef frétt af góðviðrinu á Íslandi þessa dagana, vonandi eruð þið að geta notið veðursins og sumarsins.
Kveðjur frá Kalíforníu.

|

Hlekkir