Það er nóg að gera...


E-mail this post



Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Ó já já. Fékk þær fréttir í dag að ákveðið hafi verið að birta lokaverkefnið mitt í sænsku tímariti sem heitir FORUM og fjallar um hönnun og arkitektúr, þar sem borin eru saman lokaverkefni fólks í um 16 skólum á norðurlöndunum. Gaman að því! Það fylgir þessu heilmikil vinna þar sem ég þarf að útbúa allar teikningar í ákveðnu formati (í forriti sem ég kann ekkert agalega mikið á) og skrifa 300 orða lýsingu á verkinu mínu. En þetta er bara mikill heiður að fá að vera með, sérstaklega þar sem bera á saman fólk sem er að ljúka 3. ári en ég fæ bara að fljóta með þar sem það hefur enginn lokið 3. ári í LHI í arkitektúr. Fínt að hafa þetta á ferilskránni þegar farið verður að sækja um í framhaldsskólum.
Svo fékk ég loksins bækurnar mínar frá Amazon sendar í dag. Ég pantaði mér bók frá El Croquis sem er spænskt arkitektúrtímarit ef tímarit skyldi kalla... þetta eru þvílíkir doðrantar! 800 blaðsíður um Enric Miralles, arkitektinn sem mér var úthlutað að gera verkefni um í haust. Maður þarf að halda sér við efnið hérna... ekkert lát á skólaverkefnum sko.
Annars eru mamma, Einar, Þórir, Jóhanna Kristín, Arndís Þóra, Finnur Arnór, Kjartan, Tinna Rán og Breki komin heim frá Spáni. Velkomin heim! Vona að þið séuð úthvíld og sæl.
Hafið það gott fólkið mitt.

|

Hlekkir