Já, fyrsta yfirferðin afstaðin.
Vorum í yfirferð frá kl. 10 til 18. Ásamt fyrirlestri frá kennaranum. Olaf Gipser heitir hann, lýst mjög vel á hann, og viðhorfið hans til kennslu.
Dagurinn byrjaði reyndar ekki svo vel, þar sem ég vaknaði í seinna lagi, OG báðar stelpurnar sem ég vinn með í hóp, þannig að við vorum á eftir áætlun að fara í skólann og prenta (já, maður prentar ALLTAF rétt fyrir yfirferð, ehaggi???!) Vorum samt mættar hálf níu. Samt tók það okkur EINN OG FO..ING HÁLFAN TÍMA!!! Allt klikkaði sem gat klikkað. Stillingar, prentari, inneign til að prenta... og það var geðveik röð. Þannig að... note to self: "prenta daginn áður!" En þetta fór nú allt vel og hann reif okkur ekki á hol fyrir asnaskapinn. Yfirferðin gekk vel, höfum nóg að vinna úr fyrir næstu viku. Hlakka til. Erum að rannsaka svæði hér rétt hjá, og ætla að hjóla þangað um helgina.
Eftir yfirferð og fyrirlestur vorum við öll úrvinda. Við Linda höfðum verið hér heima að vinna til 3 í nótt, og svefn undanfarnar nætur verið í pikkles. Allir þurftu því eitthvað annað en að fara heim og sofa. Fórum sex saman að versla, í þetta skipti í ALDI, sem er miklu miklu ódýrari en Albert Heijn (sem er hér á horninu). Og ég veit líka af hverju hann er ódýrari. Þetta er svona Bónus búð nema bara án alls skipulags. Allt út um allt. Svona var uppröðunin af vörum: gervi-kók, kaffi, regnhlífar, bananar, sulta, hnetusmjör, batterí, egg, íþróttasokkar, grænt sull, sardínur, baunir, ostur og loks þetta:

Það var alveg heil sería af mér. Klósetthreinsir, uppþvottalögur, töflur í uppþvottavélina, skúringalögur...ég var heilluð! (btw, það var sérstaklega beðið um dramatísk tilþrif)
Já já, skemmtileg búð. Fer örugglega aftur, þegar ég er búin að borða súkkulaðihúðuðu piparkökudropana sem ég keypti.. óvart. Hélt þetta væri súkkulaði, leit þannig út á pokanum. Svo eru þetta piparkökur! Hreint ekki slæm hugmynd. Bragðast ágætlega. Hvernig á maður að vita hvað Kruidnootjes þýðir? Mér er spurn. Keypti líka sardínudós. Bara af því hún var svo fallega gul.
En já, heim komum við. Katarina hin gríska kom í heimsókn, hún býr með kærastanum niðrí miðbæ. Langaði að sjá hvernig við hin einstaka fólkið hefðum það hér í Roland. Ég eldaði meðan hún pústaði út vegna hópsins síns (stundum erfitt að vinna í hóp). Fórum svo upp til Rens með matinn þar sem Hui Ping, Shuyan og Bing höfðu eldað líka. Settumst á gólfið og borðuðum. Þau sitja á gólfinu eins og atvinnumenn (asíubúarnir). Ég fæ náladofa eftir 5 mínútur, og þau gera grín að mér að sjálfsögðu. Það var spjallað og skrafað og mikið hlegið. Fékk lófalestur. Það eru einhverjir möguleikar (slim-to-none) á að ég muni gifta mig, það verður á miðjum aldri. Ef ég missi af því tækifæri verður ekki meira um tækifæri! Maðurinn verður mjög fallegur (ef ég missi ekki af honum!). Ég mun eiga góðan feril. Og ekki mjög erfitt líf. Já, gott að vita. Þarf að fá mér sterkari gleraugu til að missa nú örugglega ekki af þessum fallega manni. Og hvenær er miður aldur??? Þrítugt? Fertugt? Fimmtugt? Þarf ég ekki að vita hvenær ég dey til að geta fundið út miðjan aldur minn? Æ þetter svo erfitt...
Ú ú, já... Þórir og Jóhanna Kristín eru búin að boða komu sína í lok nóvember! Eins og ég sagði...good times!
Nú ætla ég í bólið með Patrick Healy. Hann er fljótur. Bara 20 blaðsíður.